Japanski hvalveiðiflotinn lagði af stað í morgun frá vesturhluta Japans áleiðis í Suðurhöf til árlegra vísindaveiða, aðallega á hrefnu.
Þrjú skip sigldu út úr höfninni í Shimonoseki og fór verksmiðjuskipið Yushin Maru í fararbroddi. Samkvæmt vísindaáætlun, sem Japanar lögðu fyrir Alþjóðahvalveiðiráðið, stendur til að veiða 900 hrefnur og langreyðar á vertíðinni.
Síðasta vertíð var stytt um mánuð vegna aðgerða Sea Shepherd á hvalamiðunum og veiðin var aðeins um fimmtungur af kvótanum.