Lögðu hald á falsaðan mat

Mikið af falsaðri matvöru er í umferð.
Mikið af falsaðri matvöru er í umferð. Reuters

Lagt hef­ur verið hald á hundrað tonn af fölsuðum og ólög­leg­um mat og drykk, þar á meðal kampa­vín, ost, ólífu­olíu og te, í her­ferð In­terpol í tíu Evr­ópu­lönd­um. Mik­il glæp­a­starf­semi er á bak við falsaða mat­vöru enda skil­ar hún mikl­um hagnaði en gref­ur und­an lög­mæti viðskipta og set­ur ör­yggi neyt­enda í hættu.

Aðgerðin stóð yfir frá 28. nóv­em­ber til 4. des­em­ber og var hald lagt á yfir 13.000 flösk­ur af ólífu­olíu, 30 tonn af falsaðri tóm­atsósu, 77.000 stk. af fölsuðum osti, yfir 12.000 flösk­ur af lé­legu víni að virði 300.000 evr­ur, fimm tonn af lé­leg­um fiski og sjáv­ar­af­urðum og um 30.000 stykki af fölsuðu sæl­gæti. Sala á fölsuðum kaví­ar í gegn­um netið er einnig í rann­sókn.

Aðgerðirn­ar fóru fram á flug­völl­um, í höfn­um, versl­un­um og á mörkuðum í tíu lönd­um.  Neyt­end­ur sem kaupa þess­ar vör­ur stefna heilsu sinni í hættu þar sem mat­var­an er ekki fram­leidd í lög­leg­um verk­smiðjum eða und­ir gæðaeft­ir­liti og er flutt og geymd án þess að farið sé eft­ir viðeig­andi hrein­læt­is­stöðlum.

Yf­ir­maður hjá In­terpol seg­ir að aðal­mark­mið þess­ara aðgerða sé að verja al­menn­ing fyr­ir hættu­leg­um fölsuðum og ófull­nægj­andi mat og drykk, sem fæst­ir eru meðvitaðir um að þeir eru að kaupa eða neyta. Var­an er yf­ir­leitt sett í umbúðir sem líta út fyr­ir að vera lög­leg­ar eða falsaðar umbúðir þekktra vörumerkja. Mikið er fram­leitt af fölsuðum og ófull­nægj­andi mat og hafa yf­ir­völd áhyggj­ur af því.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert