Megrunarmixtúra bönnuð

Megrunarlyfin innihéldu efni sem finnst í þvagi þungaðra kvenna.
Megrunarlyfin innihéldu efni sem finnst í þvagi þungaðra kvenna. Reuters

Banda­rísk yf­ir­völd hafa skipað sjö fyr­ir­tækj­um að hætta sölu á efna­blöndu sem átti að stuðla að þyngd­artapi. Eng­ar sönn­ur höfðu verið færðar á virkni blönd­unn­ar en í henni var meðal ann­ars eggja­hvítu­efni sem verður til í fylgj­unni og finnst í þvagi þungaðra kvenna.

Banda­ríska fæðu- og lyfja­eft­ir­litið, FDA, kveðst hafa sent viðvör­un­ar­bréf til fyr­ir­tækj­anna sjö en þau hafa selt efnið í formi dropa, taflna eða úða. Vör­urn­ar hafa verið aug­lýst­ar sem smáskammta­lyf, eða mjög þynnt­ar efna­blönd­ur úr nátt­úru­leg­um hrá­efn­um og full­yrt að þær hafi áhrif á heilsu fólks.

Banda­ríska fæðu- og lyfja­eft­ir­litið, FDA, sagði í dag að um­rædd­ar vör­ur geti verið hættu­leg­ar, jafn­vel þótt farið sé eft­ir notk­un­ar­leiðbein­ing­um. Eggja­hvítu­efnið „chori­onic gona­dot­rop­in“, sem stund­um er kallað óléttu­horm­ónið, er í blönd­un­um en það verður m.a. til í fylgj­unni og finnst í þvagi þungaðra kvenna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert