Ástrali dæmdur fyrir guðlast

Maðurinn tók þátt í hajj hátíð múslima þegar hann var …
Maðurinn tók þátt í hajj hátíð múslima þegar hann var handtekinn. AP

Ástralskur maður hefur verið dæmdur í eins árs fangelsi og til þess að verða húðstrýktur fimm hundruð sinnum fyrir guðlast í Sádi-Arabíu. Var maðurinn handtekinn í Medina í síðasta mánuði, þegar hann var þar í pílagrímsferð, fyrir að hafa móðgað fylgismenn spámannsins Múhameðs.

Sendiherra Ástrala í Sádi-Arabíu hefur sett sig í samband við þarlend yfirvöld og óskað vægðar fyrir hinn 45 ára gamla Mansor Almaribe frá Viktoríuríki í Ástralíu. Var Almaribe upphaflega dæmdur í tveggja ára fangelsi og til að verða húðstrýktur en dómstóllinn mildaði fangelsisrefsingu hans. Breska blaðið The Guardian segir frá þessu.

Synir mannsins segja að faðir þeirra hafi verið að lesa og biðja þegar hann var handtekinn. Þeir óttast um heilsu Almaribe.

„Fimm hundruð högg á bakið og hann á við bakvandamál að stríða. Ég held að hann myndi ekki lifa fimmtíu högg af,“ er haft eftir Mohammed, öðrum sona mannsins í áströlskum fjölmiðlum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert