Fjöldahandtökur í San Francisco

Mótmælandi fylgist með lögreglu taka niður tjaldbúðirnar.
Mótmælandi fylgist með lögreglu taka niður tjaldbúðirnar. Reuters

Sjötíu mótmælendur voru handteknir í San Francisco þegar lögregla rýmdi tjaldbúðir þeirra sem staðið hafa í tvo mánuði. Flestir fóru að fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa svæðið en um þrjátíu manns neituðu því og voru handteknir ásamt 40 öðrum sem lokuðu fyrir umferð í götu í nágrenninu.

Aðgerðir lögreglu við Justin Herman Plaza hófust snemma um morgun að staðartíma og fengu mótmælendur fimm mínútur til þess að yfirgefa svæðið. Að sögn lögreglu var fólkið handtekið fyrir ólöglegar tjaldbúðir í almenningsgarði.

Lögregluyfirvöld hafa látið til skarar skríða gegn nokkrum stórum tjaldbúðum mótmælenda sem tengjast hreyfingunni um hernám Wall Street undanfarnar vikur, þar á meðal í Oakland sem hundruð óeirðarlögreglumanna leystu upp mótmæli um miðjan nóvember.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert