Katsav í fangelsi

Katsav á leið í fangelsið umkringdur fjölmiðlamönnum.
Katsav á leið í fangelsið umkringdur fjölmiðlamönnum. Reuters

Mos­he Katsav, fyrr­um for­seti Ísra­els, hóf í morg­un að afplána 7 ára fang­els­is­dóm, sem hann fékk fyr­ir nauðgun. Áður en hann fór inn í fang­elsið sakaði hann Ísra­els­ríki um að taka sak­laus­an mann af lífi.

Katsav, sem er 66 ára, var dæmd­ur í des­em­ber í fyrra fyr­ir að nauðga tveim­ur kon­um, sem störfuðu á skrif­stofu hans þegar hann gegndi ráðherra­embætti. Þá var Katsav fund­inn sek­ur um að hafa áreitt tvær aðrar kon­ur kyn­ferðis­lega á ár­un­um 2000-2007.

Katsav er hæst setti ísra­elski emb­ætt­ismaður­inn, sem hef­ur þurft að afplána fang­els­is­dóm.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert