Kínverski sjóherinn í stríðsham

Hu Jintao.
Hu Jintao. AP

Hu Jintao Kínaforseti hefur fyrirskipað kínverska sjóhernum að vera í viðbragðsstöðu fyrir vopnuð átök. Ástæðan eru deilur við önnur ríki í Suður-Kínahafi ásamt því sem spenna ríkir í samskiptum Kína og Bandaríkjanna vegna áætlana síðarnefnda ríkisins um að auka umsvif sín í heimshlutanum.

Fjallað er um málið á vef breska útvarpsins, BBC, og segir þar að Kínverjar hafi fyrst og fremst haft yfir öflugum landher að ráða.

Nú sé stefnan sett á að styrka sjóherinn, nú þegar skammt sé síðan Kínverjar eignuðust fyrsta flugmóðurskipið.

Kínverjar eru vel búnir undir vígvæðingu. Byggður hefur verið upp öflugur framleiðsluiðnaður í landinu og verkþekking er með ágætum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert