Sachs: Stofnanir Evrópu virka ekki

Prófessor Jeffrey Sachs.
Prófessor Jeffrey Sachs.

Jef­frey Sachs, hag­fræðing­ur við Col­umb­ia-há­skóla og einn þekkt­asti álits­gjafi heims um alþjóðavæðingu, tel­ur að stofn­an­ir Evr­ópu­sam­bands­ins virki ekki sem skyldi and­spæn­is skuldakrepp­unni. Sachs var ráðgjafi grísku rík­is­stjórn­ar­inn­ar í sum­ar.

Sachs lýsti þessu yfir í sam­tali við breska dag­blaðið Guar­di­an.

Kom þar fram sú skoðun hans að ef Evr­ópu­verk­efnið, sem svo er nefnt, og evru­svæðið eiga að ganga upp þurfi öll aðild­ar­rík­in, 17 í til­viki evru­svæðis­ins og 27 í til­viki Evr­ópu­sam­bands­ins, að koma að borðinu. Ekki gangi að Þjóðverj­ar ráði för í þeim aðgerðum sem gripið verður til í því skyni að tak­ast á við skulda­vand­ann.

Sachs seg­ir fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins hafa verið á hliðarlín­unni og hef­ur eft­ir ónefnd­um full­trúa henn­ar að það sé Þjóðverja að leysa skulda­vand­ann.

„Þetta geng­ur ekki upp. Jafn­vel þótt Þýska­land sé valda­mesta hag­kerfið get­ur Þýska­land ekki ein­fald­lega stýrt stefnu­mót­un um gerv­alla Evr­ópu. Hin ríki Evr­ópu munu ekki þríf­ast í þannig um­hverfi þar sem út­kom­an í stefnu­mót­un er summan af stjórn­mál­um þýska rík­is­ins og þýsku sam­steypu­stjórn­ar­inn­ar.“

Þá seg­ir Sachs „slá­andi“ að horfa upp á að Evr­ópski seðlabank­inn í Frankfurt hafi ekki gert sér grein fyr­ir hlut­verki sínu í skuldakrepp­unni og bend­ir á að evr­an sé „ann­ar mik­il­væg­asti“ gjald­miðill heims.

Evr­ópski seðlabank­inn sé á braut „sjálfs­eyðing­ar“ og á leið með að láta spár um enda­lok evru­svæðis­ins ræt­ast, verði ekki gripið til aðgerða.

Sachs kveðst ekki vilja leggja mat á lík­urn­ar á því að evru­svæðið lifi af. Hann eigi engra hags­muna að gæta af því að gjald­miðils­sam­starfið líði und­ir lok, líkt og marg­ir spá­kaup­menn geri þessa dag­ana.

Viðtalið við Sachs má nálg­ast hér.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert