A-Evrópa orðin afhuga evrunni

Verkamaður vinnur að endurnýjun búningsherbergja í pólsku borginni Krakow vegna …
Verkamaður vinnur að endurnýjun búningsherbergja í pólsku borginni Krakow vegna Evrópumótsins í knattspyrnu sem fram fer þar í landi og Úkraínu næsta sumar. Reuters

Sú var tíð að gömlu austantjaldsríkin voru tilbúin til að leggja á sig miklar fórnir til að uppfylla Maastricht-skilyrðin um upptöku evrunnar. Nú er dæmið að snúast við. Pólverjar, Ungverjar, Búlgarar og aðrar þjóðir íhuga nú hvort rétt sé að stefna að upptöku hins sameiginlega gjaldmiðils.

Bandaríska viðskiptablaðið Wall Street Journal segir frá þessum umskiptum og vitnar meðal annars í Jan Vincent-Rostowski, fjármálaráðherra Póllands, sem telur að það muni taka mörg ár að greiða úr „djúpstæðum og kerfislægum vandamálum“ evrusvæðisins. Áður en sá vandi verði leystur geti Pólverjar ekki verið fullvissir um hvort óhætt sé að taka upp evruna.

Leiðtogi pólsku stjórnarandstöðunnar, Jaroslaw Kaczynski, er berorðari og segir upptöku evrunnar mundu jafngilda „efnahagslegu sjálfsmorði“.

Segir blaðið að það sama sé uppi á teningnum í Mið- og Austur-Evrópu. Dæmi sé að stjórnvöld í Búlgaríu og Ungverjalandi hafi sett áætlanir um upptöku evru á ís.

Stuðningsmönnum upptöku fækkar í Póllandi

Könnun á meðal afstöðu Pólverja til evruupptöku í september benti til að 29% landsmanna séu henni nú fylgjandi, borið saman við 38% hlutfall 15 mánuðum áður. Þá hafi andstaða við upptökuna aukist úr 47% í 53%.

Pólski gjaldmiðillinn, slotið, var um fjórðungi veikari gagnvart evrunni í nóvember en að meðaltali árið 2008.

Staða gjaldmiðilsins örvar útflutning og er kaupmáttur Pólverja nú tveir þriðju af meðaltalinu í Evrópu samanborið við um helmingshlutfall árið 2006,

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert