José Manuel Barroso forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hvatti í dag leiðtoga ESB ríkja til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að bjarga evrunni, í aðdraganda lykilfundar um viðbrögð við skuldavanda evrusvæðisins.
„Allur heimurinn fylgist með. Við verðum að gera allt sem við getum, til bjargar evrunni,“ sagði Barroso á blaðamannafundi í frönsku hafnarborginni Marseille í dag og bætti við: „Það er gríðarlega mikilvægt að við öll, allt Evrópusambandið, sýnum fram á að evran sé óafturkallanleg.“