Eitraðar eignir evrópskra banka

Mótmælaskilti fyrir utan Englandsbanka.
Mótmælaskilti fyrir utan Englandsbanka. Reuters

Endurskoðunarfyrirtækið Deloitte áætlar að í rekstrarreikningum evrópskra banka sé að finna eitraðar eignir að verðmæti 280.000 milljarðar króna. Til samanburðar var verg landsframleiðsla á Íslandi í fyrra um 1.537 milljarðar króna. 

Talan undirstrikar hversu gífurlegur vandinn er sem ríki evrusvæðisins glíma við.

Fjallað er um málið á vef Daily Telegraph og kemur þar fram að þótt breskir bankar hafi byrjað fyrr að skera fitu úr efnahagsreikningnum eigi þeir lengra í land en evrópskir bankar.

Þannig séu samanlögð útlán og eignir sem óarðbær eru talin í breskum bönkum að verðmæti um 460 milljarðar punda og er það meira en á Írlandi, Spáni og Ítalíu samanlagt. Næstir koma þýskir bankar en þar er talan talin standa í 447 milljörðum punda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert