Segja flokk Pútíns hafa fengið 30% atkvæða

Öryggisverðir vakta götu í Moskvu.
Öryggisverðir vakta götu í Moskvu. Reuters

Rúss­nesk sam­tök sem höfðu eft­ir­lit með kosn­ing­un­um til neðri deild­ar rúss­neska þings­ins 4. des­em­ber áætla að Sam­einað Rúss­land, flokk­ur Vla­dímírs Pútíns for­sæt­is­ráðherra, hafi aðeins fengið 29,8% at­kvæða í kosn­ing­un­um, eða um 20% minna en op­in­ber­ar töl­ur gefa til kynna.

Það eru sam­tök­in Borg­ara­legt eft­ir­lit [þýtt sem Cit­izen Obser­ver á ensku] sem full­yrða þetta en sam­kvæmt áætl­un þeirra fékk Sam­einað Rúss­land 25,8% at­kvæða í höfuðborg­inni, Moskvu. Geta þeir sem lesa rúss­nesku lesið vefsíðu þeirra hér.

Það er stjórn­mála­fræðing­ur­inn Dmítrí Or­es­hk­in sem fjár­magn­ar sam­tök­in og hafa starfs­menn þeirra hlotið þjálf­un hjá sam­tök­un­um Co­los, sem sinna kosn­inga­eft­ir­liti víða um heim.

Borg­ara­legt eft­ir­lit bygg­ir áætl­un sína á grein­ingu við 176 kjörstaði í Rússlandi.

Sam­kvæmt sam­tök­un­um var kosn­ingaþátt­tak­an í Moskvu 51,5% og 53% á landsvísu. Til sam­an­b­urðar hef­ur op­in­ber kjör­stjórn gefið út að 60,2% at­kvæðabærra Rússa hafi gengið að kjör­borðinu.

Segja frjáls­lynd­an flokk hafa náð lág­mark­inu

Önnur niðurstaða Borg­ara­legs eft­ir­lits er að Komm­ún­ista­flokk­ur­inn hafi fengið 22,6% at­kvæða á landsvísu borið sam­an við 19,6% at­kvæða í op­in­ber­um töl­um.

Þá hafi hinn frjáls­lyndi flokk­ur Jabloko fengið 14,3% og 8,2% á landsvísu eða miklu meira en þau 3,3% á landsvísu sem op­in­ber­ar töl­ur gefa til kynna. Sé það rétt hafa fram­bjóðend­ur Jabloko þar með náð 7% lág­mark­inu til að fá sæti í neðri deild­inni.

Niður­stöður Borg­ara­legs eft­ir­lits eru í sam­ræmi við þá grein­ingu Örygg­is- og sam­vinnu­stofn­un­ar Evr­ópu (ÖSE) að fjöldi gagn­rýni­verðra til­vika hafi komið upp í kosn­ing­un­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert