Þjóðaratkvæði gæti þurft á Írlandi

Reuters

Þjóðaratkvæði kann að þurfa að fara fram á Írlandi um breytingar á sáttmálum Evrópusambandsins í því skyni að reyna að bjarga evrusvæðinu. Þetta kemur fram í samtali Evrópumálaráðherra landsins, Lucinda Creighton, við Reuters-fréttaveituna í dag.

Hún sagðist telja helmingslíkur á að þjóðaratkvæði yrði að fara fram en það yrði skoðað gaumgæfilega á næstu vikum.

Samkvæmt stjórnarskrá Írlands verða að fara fram þjóðaratkvæðagreiðslur um framsal fullveldis frá írska ríkinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert