Andófsmenn handteknir á Kúbu

Andófsmenn voru handteknir á Kúbu í dag til að koma …
Andófsmenn voru handteknir á Kúbu í dag til að koma í veg fyrir mótmæli, að sögn andófsmanna. Reuters

Yfirvöld á Kúbu handtóku í dag á annan tug andstæðinga kommúnistastjórnarinnar til að koma í veg fyrir mótmæli á alþjóðlegum degi mannréttinda, að sögn andófsmanna.

„Við höfum fengið staðfest á annan tug handtaka af pólitískum ástæðum í framhaldi af hátíðarhöldunum,“ sagði Elizardo Sanchez, sem leiðir Mannréttindanefnd Kúbu, samtök sem eru í raun bönnuð en tilvist þeirra umborin af stjórnvöldum.

Guillermo Farinas var í hópi hinna handteknu en hann er framarlega í hópi andófsmanna og hlaut mannréttindaverðlaun Evrópuþingsins í fyrra. Hann kom aftur heim til sín síðdegis í dag, að sögn Sanchez.

Læknirinn Darsi Ferrer, sem er í hópi andófsmanna, var einnig handtekinn ásamt konu sinni, Yusnaimy Jorge. Bróðir hennar, Ricardo Alpizar, sagði AFP-fréttastofunni að hjónin hefðu ráðgert að taka þátt í mótmælafundi í Villalon-garði í Havana, eins og þau eru vön að gera hinn 10. desember á ári hverju.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert