Palestínumenn ,,uppdiktuð" þjóð

Repúblikaninn Newt Gingrich er umdeildur en hefur nú mikið fylgi …
Repúblikaninn Newt Gingrich er umdeildur en hefur nú mikið fylgi í könnunum. Reuters

Salam Fayyad, forsætisráðherra Palestínu, hvatti í dag eitt af forsetaefnum repúblikana í Bandaríkjunum, Newt Gingrich, til að draga til baka þau ummæli í viðtali að Palestínumenn væru „uppdiktuð“ þjóð. Gingrich ætti að biðjast afsökunar á „þessum ruddalegu og fáránlegu ummælum“. Þau væru afbökun á sagnfræðilegum staðreyndum.

Gingrich, sem er fyrrverandi forseti fulltrúadeildar þingsins, hefur nú mest fylgi af þeim sem hafa gefið kost á sér sem forsetaefni repúblikana. Hann sagði að Palestínumenn væru í reynd afkomendur araba úr ýmsum áttum sem hefðu síðan farið að kalla sig þjóð. „Þeir áttu þess kost að fara til margra landa. Og af margvíslegum pólitískum orsökum hefur verið haldið áfram þessu stríði gegn Ísrael alveg frá fimmta áratugnum og ég tel að þetta sé harmleikur.“

Sagðist Gingrich að mörgu leyti hafa sömu heimssýn og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, og hét því að verða „mun harðari og heiðarlegri“ gagnvart vandamálum Mið-Austurlanda ef hann næði kjöri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert