Óttast ekki upplausn ESB

Meirihluti almennings í Þýskalandi telur að ESB muni ekki líða …
Meirihluti almennings í Þýskalandi telur að ESB muni ekki líða undir lok. Reuters

Meiri­hluti Þjóðverja tel­ur að Evr­ópu­sam­bandið muni ekki liðast í sund­ur þrátt fyr­ir að Bret­ar hafi neitað að und­ir­rita nýj­an samn­ing um skatta- og fjár­mál. Þetta kem­ur fram í nýrri skoðana­könn­un sem var birt í dag fyr­ir dag­blaðið Bild am Sonntag.

Sex af hverj­um 10 segj­ast vera þeirr­ar skoðunar að ESB muni standa af sér storm­inn, en 33% aðspurðra telja aft­ur á móti að sam­bandið muni leys­ast upp.

Ákvörðun Dav­ids Ca­merons, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, hef­ur hins veg­ar komið illa við nokkra þýska stjórn­mála­menn, m.a. Mart­in Schulz sem verður næsti for­seti Evr­ópuþings­ins. Hann seg­ist ef­ast um að Bret­land verði áfram hluti af ESB til langs tíma litið.

Efna­hags­ráðherra Þýska­lands, Phil­ipp Rösler, seg­ir að bresk stjórn­völd muni brátt átta sig á því að veg­ur­inn að stöðugra sam­bandi sé besta lausn­in.

Þátt­tak­end­ur í könn­unni voru 1.000 og var hún fram­kvæmd sl. fimmtu­dag og föstu­dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert