Snarpur jarðskjálfti, sem mældist 6 stig, reið yfir Suður-Samlokueyjar (e. Sandwich Islands) snemma í morgun. Eyjarnar, sem eru undir bresku yfirráði, eru skammt frá suðurskautinu og syðsta enda Suður-Ameríku.
Ekki hefur verið gefin út flóðbylgjuviðvörun.
Skjálftinn varð kl. 7:54 að staðartíma (kl. 9:54 að íslenskum tíma). Hann varð á 121 km dýpi að sögn bandarísku jarðvísindastofnunarinnar.
Skjálftamiðjan var um 104 km norðvestur af eyjunni Visokoi, sem er hluti af Samlokueyjum.