Clegg: Slæm ákvörðun fyrir Bretland

Nick Clegg, aðstoðarforsætisráðherra Bretlands.
Nick Clegg, aðstoðarforsætisráðherra Bretlands. Reuters

Nick Clegg, aðstoðarforsætisráðherra Bretlands og formaður Frjálslyndra demókrata, segir að ákvörðun forsætisráðherrans um að hafna aðild að nýjum samningi Evrópusambandsins um hertar fjárlagareglur muni hafa slæmar afleiðingar fyrir Bretland. Clegg segir að Bretar muni einangrast.

Hann segir hins vegar að þvermóðska Frakka og Þjóðverja í málinu og þrýstingur frá íhaldsmönnum, sem hafi efasemdir um evrusamstarfið, hafi komið David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, í afar erfiða stöðu. 

Breska ríkisútvarpið bendir á að Clegg hafi í fyrstu sagt að samsteypustjórnin væri einhuga varðandi það að hafna samkomulaginu.

Clegg segir í samtali við BBC að hann hafi komið því á framfæri við Cameron með skýrum hætti að hann gæti ekki fagnað þessari ákvörðun. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert