Yfirgáfu herflugvöll í Pakistan

Bandaríkjaher yfirgaf Shamsi-herflugvöllinn í Pakistan í dag að kröfu pakistanskra stjórnvalda. Herstöðin er á afskekktum stað í landinu og hefur verið notuð til að stýra mannlausum flugvélum.

Samskipti Bandaríkjanna og Pakistans sköðuðust í kjölfar NATO-árásar á pakistanska herstöð sem leiddi til þess að 24 hermenn féllu.

Ríkisstjórn Pakistans krafðist þess að Bandaríkjaher myndi yfirgefa stöðina og þá hafa Pakistanar stöðvað birgðaflutninga til bandarískra hermanna í Afganistan.

Mikil reiði ríkir í landinu. Í Lahore kom fjölmenni saman til að mótmæla áhrifum og veru Bandaríkjamanna í landinu. Sumir brenndu bandaríska fánann og myndir af Barack Obama, forseta Bandaríkjanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka