Hraðbankar tæmdir í Lettlandi

Yfir 100 haðbank­ar frá sænska bank­an­um Swed­bank í Lett­landi tæmd­ust í gær­kvöldi þegar inni­stæðueig­end­ur tóku fé sitt út af reikn­ing­um í bank­an­um. Ástæðan var orðróm­ur, sem barst með Twitter-vefn­um, um að Swed­bank ætti í mikl­um fjár­hagserfiðleik­um.

Alls tæmd­ust 126 hraðbank­ar af 298, sem Swed­bank rek­ur í Lett­landi, en bank­inn er stærsta lána­stofn­un­in þar í landi. Biðraðir mynduðust við hraðbank­ana vegna orðróms, sem fór eins og eld­ur í sinu um sam­fé­lags­miðla á net­inu, um að hraðbank­ar Swed­bank í Svíþjóð og Eistlandi væru þegar orðnir tóm­ir. 

Í yf­ir­lýs­ingu á vef bank­ans í Lett­landi seg­ir Mar­is Manc­inskis, fram­kvæmda­stjóri Swed­bank í Lett­landi, að þessi orðróm­ur sé ekki aðeins rang­ur held­ur fá­rán­leg­ur. Bank­inn eigi ekki í nein­um slík­um erfiðleik­um. Hins veg­ar hafi mikl­ar út­tekt­ir í gær valdið vand­ræðum. Þær voru 10 sinn­um meiri en á venju­leg­um degi. 

Jan­is Brazovskis, yf­ir­maður fjár­mála­eft­ir­lits­ins í Lett­landi, sagði að lög­regl­an væri að rann­saka hvaðan orðróm­ur­inn, sem virðist hafa borist milli manna á net­inu og með sms, væri upp­runn­inn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert