Myndir af nýju kínversku herskipi

Flugmóðursskipið sem talið er að Kínverjar eigi.
Flugmóðursskipið sem talið er að Kínverjar eigi.

Gervihnöttur í eigu bandarísks fyrirtækis hefur náð mynd af stóru flugmóðurskipi sem fyrirtækið segir að sé í eigu Kínverja. Talið er að þetta sé skip sem upphaflega var byggt í Sovétríkjunum og Kínverjar keyptu.

Nágrannaríki Kína hafa haft miklar áhyggjur af hernaðaruppbyggingu Kínverja á Kyrrahafi. Á þessu ári hefur komið til ágreinings milli Kína annars vegar og Japans, Víetnams og Filippseyja hins vegar.

Myndin sem gervihnötturinn tók 8. desember er af herskipi á Gulahafi. Skipið lagði úr höfn í ágúst. Talsmaður bandaríska fyrirtækisins segir í samtali við AP að hann sé sannfærður um að þetta sé kínverskt herskip og bendir á að skipið hafi verið nálægt ströndum Kína.

Skipið sem um ræðir hét áður Varyag. Þegar Sovétríkin hrundu árið 1991 var skipið í byggingu, en framkvæmdir við það voru stöðvaðar. Það ryðgaði í höfn í Úkraínu í nokkur ár, en var síðan selt til kínversks fyrirtækis sem sagðist ætla að breyta því í spilavíti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert