Myndir af nýju kínversku herskipi

Flugmóðursskipið sem talið er að Kínverjar eigi.
Flugmóðursskipið sem talið er að Kínverjar eigi.

Gervi­hnött­ur í eigu banda­rísks fyr­ir­tæk­is hef­ur náð mynd af stóru flug­móður­skipi sem fyr­ir­tækið seg­ir að sé í eigu Kín­verja. Talið er að þetta sé skip sem upp­haf­lega var byggt í Sov­ét­ríkj­un­um og Kín­verj­ar keyptu.

Ná­granna­ríki Kína hafa haft mikl­ar áhyggj­ur af hernaðar­upp­bygg­ingu Kín­verja á Kyrra­hafi. Á þessu ári hef­ur komið til ágrein­ings milli Kína ann­ars veg­ar og Jap­ans, Víet­nams og Fil­ipps­eyja hins veg­ar.

Mynd­in sem gervi­hnött­ur­inn tók 8. des­em­ber er af her­skipi á Gula­hafi. Skipið lagði úr höfn í ág­úst. Talsmaður banda­ríska fyr­ir­tæk­is­ins seg­ir í sam­tali við AP að hann sé sann­færður um að þetta sé kín­verskt her­skip og bend­ir á að skipið hafi verið ná­lægt strönd­um Kína.

Skipið sem um ræðir hét áður Varyag. Þegar Sov­ét­rík­in hrundu árið 1991 var skipið í bygg­ingu, en fram­kvæmd­ir við það voru stöðvaðar. Það ryðgaði í höfn í Úkraínu í nokk­ur ár, en var síðan selt til kín­versks fyr­ir­tæk­is sem sagðist ætla að breyta því í spila­víti.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert