Pútín: Bandaríkin myrtu Gaddafi

Muammar Gaddafi, fv. einræðisherra Líbíu.
Muammar Gaddafi, fv. einræðisherra Líbíu. Reuters

Vladímír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, sakar Bandaríkjastjórn um að bera ábyrgð á morðinu á Muammar Gaddafi, einræðisherra í Líbíu, í haust. Fullyrðir Pútín að bandarískar hersveitir hafi komið að aðgerðinni.

„Hver stóð fyrir þessu? Njósnaflugvélar, þar með talið bandarískar. Þær gerðu árásir á herdeild Gaddafis. Síðan komu þeir [þ.e. Bandaríkjamenn] með sérsveitir sínar, sem hefðu ekki átt að vera á svæðinu. Svo komu þeir með hina svokölluðu stjórnarandstöðu og vígamenn og myrtu hann án dóms á laga,“ sagði Pútín í fjögurra og hálfrar klukkustundar sjónvarpsútsendingu í rússneska ríkissjónvarpinu í gær og átti við bandaríska herinn, að því er fram kemur í ítarlegri endursögn breska dagblaðsins Daily Telegraph.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert