Blaðamaður í Rússlandi drepinn

Khadzhimurad Kamalov
Khadzhimurad Kamalov

Khadzhimurad Kamalov, sem er einn þekktast blaðamaður Dagestan og öflugur gagnrýnandi spillingar í landinu, var skotinn til bana í nótt. Hann var staddur fyrir utan skrifstofur dagblaðsins þar sem hann starfaði. Byssumaður skaut hann átta skotum og lést Kamalov á leið á sjúkrahús.

Dagestan er eitt af Kákakus-héruðum Rússlands. Kamalov stofnaði vikublað, Svoboda Slova (Málfrelsi), árið 2003 og í því gagnrýndi hann spillingu í landinu. Hann gagnrýndi t.d. innanríkisráðuneytið í Dagestan fyrir að rannsaka ekki hvarf manna sem stjórnvöld sögðu að glæpamenn hefðu drepið.

Lögregla segir að hún geti ekki útilokað að morðið á Kamalov tengist starfi hans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert