Ríkasti hundraðshluti Bandaríkjamanna, sá þjóðfélagshópur sem hefur hálfa milljón dala í árslaun eða meira, er líklegri til að kjósa repúblikana en demókrata. Munurinn er þó ekki ýkja mikill og hjá hinum 99% sem hafa minni árstekjur en þeir allra tekjuhæstu.
Þetta má lesa úr nýrri könnun Gallups.
Kemur þar fram að 33% aðspurðra í 1%-hópnum margumtalaða kýs repúblikana, 41% skilgreinir sig sem óháða í stjórnmálum en 26% styðja demókrata. Hjá 99%-hópnum, ef svo má að orði komast, styðja 28% repúblikana, 39% telja sig óháða og 33% fylgja demókrötum að máli.
Þegar spurt var hvort viðkomandi teldi sig íhaldsmann, miðjumann eða frjálslyndan var hlutfallið 39%, 41% og 20% hjá 1%-hópnum í þessari röð en 40%, 37% og 21% hjá 99%-hópnum.