Írakar gleðjast nú yfir því að bandarískir hersveitir hafi fyrir fullt og allt yfirgefið landið en efast um að stjórnmálamenn landsins geti sameinast um enduruppbyggingu þess.
Að sögn CNN er stormur í uppsiglingu í Írak því nú megi búast við því að deilur hefjist um hverjir eigi réttinn til að skrifa undir samninga um mikinn olíuauð í kúrdíska hluta landsins
Með brottför Bandaríkjamanna lauk nærri níu ára hernámi þeirra í landinu.