Mesta ólga sem orðið hefur í Kazakstan eftir að ríkið varð sjálfstætt frá Sovétríkjunum hefur breiðst út um mikilvægt olíuvinnsluhérað. Forseti landsins hefur lýst yfir tuttugu daga neyðarástandi í borginni.
Óeirðirnar brutust út á föstudag í bænum Zanaozen í tengslum við verkfall starfsmanna við olíuvinnslu. Ellefu eru látnir og margir særðir, að því er fram kemur á fréttavef BBC.
Mótmælendur fóru til héraðshöfuðborgarinnar Aktau við Kaspíahaf og mótmæla hundruð við skrifstofur borgarstjórans.