Jólasamkoma í kínverskum smábæ leystist upp í slagsmál þegar yfirvöld hófu að skipta sér af samkomunni og tóku af rafmagnið.
Samkoman var haldin á vegum kirkju í bænum en forsvarsmönnum hennar ljáðist að fá leyfi fyrir henni og virðist það vera ástæða þess að samkoman var stöðvuð.
Lítið fór fyrir hinum sanna jólaanda gæsku og friðar þegar menn hófu að lýsa yfir óánægju sinni með hnefann á lofti.
Frá þessu greinir á fréttavef Reuters.