George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, hefur staðfest að breska ríkisstjórnin muni ekki leggja Alþjóðagjaldeyrissjóðnum til 25 milljarða punda í sérstakan neyðarsjóð vegna skuldakreppunnar á evrusvæðinu.
Ætlunin var að evruríkin söfnuðu 200 milljörðum punda í sjóðinn, að því er fram kemur á vef Guardian. Fylgir ekki sögunni hvort sú áætlun sé nú í uppnámi.
Segir á vef blaðsins að til hafi staðið að evruríkin 17 legðu til 150 milljarða punda í sjóðinn en hin ESB-ríkin 50 milljarða punda, þar af Bretland helminginn.