N-Kóreumenn drúpa höfði

00:00
00:00

Nem­end­ur við skóla­stofn­un í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kór­eu, grétu marg­ir hverj­ir er þeir minnt­ust leiðtog­ans Kim Jong Il í dag. Að sögn Reu­ters-frétta­stof­unn­ar voru leik­ar­ar við þjóðleik­húsið í borg­inni harmi slegn­ir og á valdi sorg­ar­inn­ar þegar and­látið spurðist út.

Meðal þeirra er leik­ar­inn Hwang Moon-Il.

„Þegar ég var á sviðinu beið ég óþreyju­full­ur eft­ir að geta boðið hon­um á sýn­ingu og séð hon­um bregða fyr­ir dag hvern. Hvernig get­ur hann fallið frá á þenn­an hátt? Hjarta mitt er brostið,“ sagði Hwang dap­ur í bragði.

Verka­menn í verk­smiðju sem fram­leiðir leiðslur fyr­ir raf­virkja voru líka niður­dregn­ir.

Einn þeirra sem Reu­ters tók tali sagðist mundu snúa sorg­inni í hvatn­ingu í þágu hins sósíal­íska alþýðulýðveld­is. 

„Ég mun tak­ast á við sorg­ina og breyta henni í styrk og hugdirfsku og halda áfram að sýna fé­laga Kim Jong-un holl­ustu,“ sagði verkamaður­inn og vísaði til son­ar leiðtog­ans og arf­taka.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert