Stefna á hagvöxt á síðari hluta 2012

Stjórnvöld í Frakklandi taka stefnuna á hagvöxt. Sarkozy Frakklandsforseti mætti …
Stjórnvöld í Frakklandi taka stefnuna á hagvöxt. Sarkozy Frakklandsforseti mætti ásamt spúsu sinni í jólaboð í Elysee-höll síðastliðinn miðvikudag. Reuter

Stjórn­völd í Frakklandi von­ast til þess að hag­vöxt­ur mæl­ist aft­ur á seinni­hluta næsta árs og hyggj­ast ekki grípa til frek­ari niður­skurðar í rík­is­fjár­mál­un­um. Þetta sagði fjár­lagaráðherra lands­ins, Val­erie Pecresse, í dag.

„Við von­umst til að það verði viðsnún­ing­ur í átt til hag­vaxt­ar. Við trú­um því að það geti gerst á hvaða tíma­punkti sem er þar sem grunnstoðir franska hag­kerf­is­ins eru traust­ar,“ sagði Pecresse. „Mark­mið okk­ar er að ná fram hag­vexti á seinni helm­ingi árs­ins.“

Gert er ráð fyr­ir því að franska hag­kerfið muni drag­ast sam­an um 0,2% á síðasta árs­fjórðungi þessa árs og um 0,1% á fyrsta fjórðungi 2012.

Pecresse sagði að áhersla yrði nú lögð á vöxt en ekki niður­skurð. „Það verður ekki farið í þriðju lotu niður­skurðaraðgerða því það er ekki það sem Frakk­land þarfn­ast. Það sem er mik­il­vægt fyr­ir okk­ur í dag er að stuðla að hag­vexti.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert