Stefna á hagvöxt á síðari hluta 2012

Stjórnvöld í Frakklandi taka stefnuna á hagvöxt. Sarkozy Frakklandsforseti mætti …
Stjórnvöld í Frakklandi taka stefnuna á hagvöxt. Sarkozy Frakklandsforseti mætti ásamt spúsu sinni í jólaboð í Elysee-höll síðastliðinn miðvikudag. Reuter

Stjórnvöld í Frakklandi vonast til þess að hagvöxtur mælist aftur á seinnihluta næsta árs og hyggjast ekki grípa til frekari niðurskurðar í ríkisfjármálunum. Þetta sagði fjárlagaráðherra landsins, Valerie Pecresse, í dag.

„Við vonumst til að það verði viðsnúningur í átt til hagvaxtar. Við trúum því að það geti gerst á hvaða tímapunkti sem er þar sem grunnstoðir franska hagkerfisins eru traustar,“ sagði Pecresse. „Markmið okkar er að ná fram hagvexti á seinni helmingi ársins.“

Gert er ráð fyrir því að franska hagkerfið muni dragast saman um 0,2% á síðasta ársfjórðungi þessa árs og um 0,1% á fyrsta fjórðungi 2012.

Pecresse sagði að áhersla yrði nú lögð á vöxt en ekki niðurskurð. „Það verður ekki farið í þriðju lotu niðurskurðaraðgerða því það er ekki það sem Frakkland þarfnast. Það sem er mikilvægt fyrir okkur í dag er að stuðla að hagvexti.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert