Vélhjólasamtök stálu húsbúnaði

Stóll eftir Arne Jacobsen.
Stóll eftir Arne Jacobsen.

Þrír meðlimir Bandidos-vélhjólasamtakanna í Danmörku hafa verið dæmdir til fangelsisvistar fyrir þjófnað á hönnunarhúsgögnum. Mennirnir brutust inn á heimilin víða um landið og tóku einungis dýran húsbúnað eftir heimsþekkta hönnuði.

Þeir fengu á bilinu þriggja mánaða til tveggja ára fangelsisdóma.

Þjófarnir fylgdust grannt með fasteignaauglýsingum og skoðuðu gaumgæfilega myndir sem þeim fylgdu. Ef dýr húsgögn voru sýnd á myndunum létu þeir til skarar skríða.

Meðal húsmuna sem stolið var voru sköpunarverk Arne Jacobsen, Poul Kjærholm og Poul Henningsen. Þýfið seldu þeir síðan á uppboðssíðum á netinu.

Frétt Jyllands-Posten

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert