Fáir ánægðir með Obama

Obama á erfitt verk fyrir höndum.
Obama á erfitt verk fyrir höndum. Reuters

Aðeins 8% Bandaríkjamanna telja að Barack Obama hafi staðið sig mjög vel í embætti sem forseti landsins síðan hann tók við embættinu í janúar 2009. Þetta má lesa úr nýrri könnun Gallups sem vitnar um miklar óánægju bandarískra kjósenda með hina kjörnu fulltrúa.

Sagt er frá könnuninni á vef USA Today en þar kemur fram að þriðjungur aðspurðra demókrata telji að Obama hafi staðið sig sæmilega eða illa á þessu ári.

Nærri átta af hverjum tíu repúblikönum telja þingmenn flokksins hafa staðið sig sæmilega eða illa og sex af hverjum átta demókrötum lýsa yfir sama viðhorfi gagnvart sínum þingmönnum í Washington.

Könnunin þykir sýna að Obama eigi ekki á vísan að róa með endurkjör.

Þannig hafi Obama aðeins 2% forskot, 50% á móti 48%, á repúblikanana Mitt Romney og Newt Gingrich þegar þátttakendur voru spurðir hvorn þeir vildu sem forseta, ef valið stæði milli Obama eða hinna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert