Minnir á boðskap jólanna

Benedikt páfi kom fram í Vatíkaninu í dag, í síðasta sinn áður en hann heldur miðnæturmessu sína í Péturskirkju að kvöldi jóladags, og minnti fólk á hinn eina sanna boðskap jólanna.

Ítrekaði páfi að hinir trúuðu mættu ekki í amstri jólanna gleyma boðskapnum og af hverju væri verið að halda upp á þessi tímamót. Nú á dögum hefði jólaboðskapurinn orðið að láta í minni pokann fyrir áhrifum neyslusamfélagsins. Hvatti Benedikt páfi viðstadda til að tileinka sér innri fegurð jólanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka