Neituðu að votta Kim virðingu

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna.
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna.

Sendimenn Bandaríkjanna, Japans og helstu ríkja Evrópu tóku ekki þátt í mínútu langri þagnarstund sem haldin var á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna til að votta Kim Jong-il, látnum leiðtoga Norður-Kóreu, virðingu.

Að sögn Nassirs Abdulaziz al-Nassers, forseta allsherjarþingsins, var þetta gert að ósk Norður-Kóreu.

Vestrænir sendimenn sögðu þetta vera óviðeigandi og að öryggisráð SÞ hefði hafnað samskonar ósk um að fulltrúar í ráðinu vottuðu Kim virðingu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert