ESB með augastað á grænlenskum auðlindum

„Mik­il­vægi Græn­lands fyr­ir Evr­ópu­sam­bandið með til­liti til hrá­efn­is verður ekki of­metið,“ er haft eft­ir Ant­onio Taj­ani, yf­ir­manni iðnaðar­mála í fram­kvæmda­stjórn ESB, á frétta­vefn­um Pu­blicServiceEurope.com. Fram kom enn­frem­ur í máli Taj­an­is að Græn­landi byggi yfir miklu magni auðlinda og auk þess væri land­fræðileg lega lands­ins mjög mik­il­væg.

ESB á nú í viðræður við græn­lensku heima­stjórn­ina um að sam­bandið veiti Græn­landi aukna fé­lags­lega og efna­hags­lega aðstoð. Fram kem­ur í frétt­inni að á móti hafi ESB áhuga á að fá aðgang að auðlind­um Græn­lend­inga. Rifjað er upp að Græn­land hafi á ní­unda ára­tug síðustu ald­ar yf­ir­gefið for­vera ESB einkum vegna sjáv­ar­út­vegs­hags­muna lands­ins.

Fram kem­ur í frétt­inni að ESB sé mjög í mun að tryggja sér aðgang að græn­lensk­um auðlind­um, eins og olíu og verðmæt­um málm­um í jörðu, þar sem sam­bandið ótt­ist að aðgengi þess að hrá­efni ann­ars staðar í heim­in­um kunni að drag­ast sam­an sam­hliða vax­andi til­hneig­ingu að koma á vernd­artoll­um.

Ekki á leið í Evr­ópu­sam­bandið

Haft er eft­ir Minn­innquaq Kleist, skrif­stofu­stjóra hjá græn­lenska ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu, að Græn­lend­ing­ar fari sér hægt í samn­ing­um við ESB. Þeir hafi þegar samn­ing um fisk­veiðar og von­ist til þess að ná samn­ing­um um sam­starf í fræðslu­mál­um í vor. Síðan gætu samn­ingaviðræður á fleiri sviðum tekið við.

Kleist legg­ur áherslu á það í frétt­inni að allt tal um að ESB fái aðgang að græn­lensk­um auðlind­um séu enn sem komið er aðeins vanga­velt­ur. „Við erum að tala um sam­starfs­samn­inga við ESB. Það þýðir ekki að við vilj­um ganga í sam­bandið,“ legg­ur hann áherslu á við blaðamann­inn.

„Ef við inn­leidd­um alla lög­gjöf ESB mynd­um við þurfa 56 þúsund manns ein­ung­is til þess að stjórna 56 þúsund manns,“ seg­ir Kleist að lok­um og vís­ar þar til íbúa­fjölda Græn­lands. Hann bæt­ir við að ein ástæða þess að Græn­lend­ing­ar hafi yf­ir­gefið for­vera ESB á sín­um tíma hafi verið andúð á skriffinnsku.

Frétt Pu­blicServiceEurope.com

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert