Filippus prins, eiginmaður Elísabetar drottningar, var fluttur á sjúkrahús í dag en hann fann fyrir verk í brjósti. Hertoginn varð níræður fyrr á þessu ári.
Í tilkynningu frá konungshöllinni segir að ákveðið hafi verið að flytja hertogann á sjúkrahús til rannsóknar vegna verkja fyrir brjósti sem hann fann fyrir í dag.
Hertoginn var með fjölskyldunni að fagna komu jólanna í Sandringham-höll þegar hann veiktist. Hann var fluttur á nálægan spítala.