Heimsótti þingið í fyrsta sinn

Baráttukonan Aung San Suu Kyi skráði í dag flokk sinn sem formlegan stjórnmálaflokk og heimsótti þjóðþing Búrma í fyrsta sinn. Suu Kyi hyggst bjóða sig fram í næstu kosningum en henni var sleppt í nóvember síðastliðnum eftir að hafa setið í stofufangelsi bróðurpartinn af síðustu tveimur áratugum.

Flokkur Suu Kyi, Lýðræðishreyfingin, þarf nú að bíða í viku eftir að fá leyfi til þess að bjóða fram en það missti hann á síðasta ári þegar hann ákvað að taka ekki þátt í umdeildum kosningum sem efnt var til af þáverandi stjórnvöldum.

Herforingjastjórnin sem tók við völdum í mars síðastliðnum hefur gripið til ýmissa aðgerða til þess að bæta samskipti landsins við Vesturlönd, m.a. sleppt pólitískum föngum og hætt við byggingu afar óvinsællar risastíflu.

Lýðræðishreyfingin vann stórsigur í kosningum árið 1990, þegar Suu Kiy var í stofufangelsi, en flokknum var aldrei leyft að taka við völdum. Flokkurinn neitaði að taka þátt í kosningum í fyrra, m.a. vegna þess að þá hefði hann verið tilneyddur til þess að reka fangelsaða meðlimi úr flokknum.

Aung San Suu Kyi á leið til að skrá flokk …
Aung San Suu Kyi á leið til að skrá flokk sinn aftur sem formlegan stjórnmálaflokk. Reuter
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert