Hjálparstarfsmenn myrtir í Sómalíu

Átök brutust út á sómalska þinginu 21. desember síðastliðinn. Landið …
Átök brutust út á sómalska þinginu 21. desember síðastliðinn. Landið er eitt það hættulegasta í heimi. Reuter

Byssumaður skaut í dag þrjá starfsmenn hjálparsamtaka til bana í Sómalíu. Tveir þeirra störfuðu fyrir Alþjóðlegu matvælaaðstoðina, World Food Programme, en þeir voru allir sómalskir. Ekki er vitað hvað manninum gekk til með morðunum.

Árásin átti sér stað nálægt landnemabyggðinni Mataban, um 30 kílómetrum frá landamærunum við Eþíópíu, en þar á slóðum berjast harðlínu Shebab íslamistar, sem hafa tengsl við al-Kaída, og skæruliðahópar um yfirráð.

Maðurinn gaf sig fram við yfirvöld eftir árásina og er í haldi lögreglu, segir í tilkynningu frá WFP.

Sómalía er eitt hættulegasta land fyrir starfsmenn hjálparsamtaka að starfa í.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert