Snjómokstur í N-Kóreu

Svona er staðið að snjómokstri á vegum í N-Kóreu.
Svona er staðið að snjómokstri á vegum í N-Kóreu.

Þó að bílar séu ekkert tiltakanlega margir í N-Kóreu er þar ágætt vegakerfi. Svo ótrúlega  sem það kann að hljóma eru notaðar snjóskóflur til að ryðja snjó af vegum í landinu.

Norðmaðurinn Torben Henriksen starfar á vegum Rauða krossins en hann hefur heimsótt N-Kóreu 15 sinnum frá árinu 2002. Hann segir að á ferðalögum sínum um landið hafi hann orðið vitni að mikilli neyð.

Um 24 milljónir manna búa í N-Kóreu, en þar af er talið að um þrjár milljónir treysti nær algerlega á matargjafir frá Sameinuðu þjóðunum til að komast af. Rauði krossinn er með umfangsmikla starfsemi í landinu og hefur útvegað um 8 milljónir manna lyf. Henriksen segir að sjúkrahús í landinu skorti oft og tíðum algerlega lyf og treysti á lyfjagjafir Rauða krossins.

Í frétt á vef norska blaðsins dagbladet.no er birt mynd sem starfsmaður Rauða krossins tók og sýnir hvernig staðið er að snjómokstri í Norður-Kóreu. Þar ganga menn til verksins vopnaðir snjóskólfum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert