Fólk horfi framhjá glys og skrauti

Benedikt páfi XVI.
Benedikt páfi XVI. Reuters

Benedikt páfi XVI lagði áherslu á auðmýkt Krists í prédikun í Péturskirkju í Róm, sem þúsundir manna hlýddu á. Hann hvatti kristna menn til að horfa fram hjá glys og skrauti jólanna og leita dýpra.

Páfi sagði að það væri mikil auglýsingamennska í kringum jólin. Hin björtu ljós auglýsinganna gætu hins vegar ekki falið auðmýkt guðs. Hann kallaði eftir auðmýkt og einfaldleika.

Páfi hvatti fólk til að setja okkar falska öryggi og sjálfsánægju til hliðar því þetta væri það sem kæmi í veg fyrir að við finnum fyrir nálægð guðs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert