Kim Jong-un, nýr leiðtogi N-Kóreu, tárðaist við kistu föður síns. Íbúar landsins halda áfram að harma fráfall Kim Jong Il. Kim Jong-un hefur í dag verið mærður í ríkisfjölmiðli landsins. Lögð er áhersla á að hann sé æðsti yfirmaður hersins.
Kim Jong-un er yngsti sonur Kim Jong Il. Ríkissjónvarpið sýndi hann þurrka af sér tárin þegar hann stóð við kistu föður síns. Sjónvarpið hélt áfram að sýna íbúa landsins harmi slegna yfir fráfalli leiðtogans. Kalt veður sló ekkert á mætingu fólks sem syrgir.
Opinber útför Kim Jong Il fer fram 28. desember.