Valdatafl í Norður-Kóreu

00:00
00:00

Rík­is­sjón­varpið í Norður-Kór­eu birti í dag mynd­ir af Jang Song-thaek, bróður Kim Jong-Il heit­ins, föður­bróður nú­ver­andi leiðtoga lands­ins, í full­um herklæðum með merki hers­höfðingja. Þetta er í fyrsta sinn sem hann birt­ist í sjón­varpi í herklæðum og þykir það gefa til kynna auk­in völd hans í land­inu.

Her­inn í Norður-Kór­eu hef­ur svarið Kim Jong-un, nýj­um leiðtoga lands­ins, holl­ustu sína eft­ir frá­fall föður hans. Kim var hyllt­ur í rík­is­sjón­varp­inu sem „æðsti leiðtogi“ hers­ins, sem er meðal fjöl­menn­ustu herja heims, 1,1 millj­ón her­manna. Svo virðist hins­veg­ar sem Jang Song-thaek hafi einnig tryggt sér lyk­il­hlut­verk inn­an hers­ins við valda­skipt­in í land­inu.

Sér­fræðing­ar í mál­efn­um Norður-Kór­eu telja sum­ir að valda­skip­an­in í komm­ún­ista­rík­inu muni nú breyt­ast frá því að vera alræði eins manns, líkt og talið er að hafi verið til­fellið í tíð Kim Jong-il. Valdið muni nú dreifast á fleiri hend­ur, þar á meðal æðstu stjórn­enda hers­ins og föður­bróður­ins Jangs.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

  • Sigurður Haraldsson Sig­urður Har­alds­son: Úff.
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert