Öldugangur á olíuvinnslusvæðum

Skjáskot úr myndbandinu
Skjáskot úr myndbandinu

Vefur norska blaðsins Dagbladet sýnir stutt myndskeið sem tekið var á olíuvinnslusvæði á hafi úti í gærkvöldi þegar stormurinn Dagmar nálgaðist. Sést þar hvernig öldugangurinn var úti á rúmsjó.

Viðkvæði stýrimannsins var hins vegar hið eina í stöðunni, þegar aldan svettist yfir stýrishúsið: „Fjárinn!“

Myndbandið var tekið um borð í stóru skipi og sést vel hve stór aldan er þegar hún nálgast stefni þess, þótt eflaust hafi sést stærri öldur. Framundan sést upplýstur olíuborpallur.

Sjá myndbandið hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert