Skuldar 2.000 milljarða evra

Evrur
Evrur Reuters

Skuld­ir hins op­in­bera í Þýskalandi námu í lok sept­em­ber yfir 80% af vergri lands­fram­leiðslu árs­ins 2010, en það er langt yfir 60% há­mark­inu sem Evr­ópu­sam­bandið set­ur á aðild­ar­ríki sín.

Þetta kem­ur fram í bráðabirgðatöl­um sem þýska hag­stof­an sendi frá sér í dag.

Skuld­irn­ar námu 2,028 bill­jón­um evra þegar tekn­ar eru sam­an skuld­ir þýska al­rík­is­ins, ein­stakra sam­bands­landa og sveit­ar­fé­laga inn­an þeirra. [Ath. að bill­jón er hér notuð í skiln­ingn­um „þúsund millj­arðar“, hið sama og „trilli­on“ á ensku, innsk. blm.]. Verg lands­fram­leiðsla Þýska­lands í fyrra var hins veg­ar um 2,5 bill­jón­ir evra.

Þetta þýðir að skuld­ir hins op­in­bera í Þýskalandi juk­ust um 0,5% eða 10,4 millj­arða evra frá lok­um ann­ars árs­fjórðungs til loka þriðja árs­fjórðungs á þessu ári.

Bróður­hlut­inn, eða ein bill­jón og 289 millj­arðar evra, voru skuld­ir al­rík­is­ins. Sam­bands­lönd­in skulduðu sam­an­lagt 610 millj­arða evra og sveit­ar­fé­lög­in 129 millj­arða.

Engu að síður er skulda­hlut­fall Þýska­lands skárra en margra annarra evru­ríkja. Til dæm­is eru op­in­ber­ar skuld­ir á Ítal­íu 120% af vergri lands­fram­leiðslu og á evru­svæðinu í heild eru þær 85% af vergri ár­legri fram­leiðslu þess.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert