Fagna dauða Kims Jong-Ils

00:00
00:00

Marg­ir íbú­ar í Suður-Kór­eu hafa fagnað dauða Kims Jongs-Ils, fyrr­ver­andi leiðtoga Norður-Kór­eu, sem var bor­inn til graf­ar í dag. Sum­ir opnuðu kampa­víns­flösk­ur og skutu upp flug­eld­um í til­efni dags­ins.

Í Seoul, höfuðborg S-Kór­eu, komu mót­mæl­end­ur sam­an í dag til að for­dæma norðurkór­esk stjórn­völd. S-Kór­eu­menn eru óánægðir með að Kim Jong-un, yngsti son­ur Kims Jongs-Ils, hafi tekið við stjórn­artaum­un­um í norðri. Marg­ir vilja sjá sam­ein­ingu ríkj­anna á Kór­eu­skag­an­um.

Íbúar sem hafa náð að flýja N-Kór­eu slepptu blöðrum við landa­mær­in í dag þar sem var að finna bæk­linga þar sem stjórn­völd í norðri eru harðlega gagn­rýnd.

„Íbúar Norður-Kór­eu hafa lifað sem þræl­ar í 66 ár und­ir stjórn Kims Ils-sungs og Kims Jongs-Ils. Hvernig geta þeir lifað und­ir stjórn Kims Jongs-uns sem er smákrakki, eins og skít­ug­ur hvolp­ur? Við meg­um ekki sætta okk­ur við að þriðja kyn­slóðin taki við í Norður-Kór­eu,“ sagði Park Sang-Hak, sem tókst að flýja til S-Kór­eu.

Um 200.000 bæk­ling­ar voru í blöðrun­um sem var sleppt í dag. Þar var einnig að finna pen­inga, eða sam­tals um 1.000 dali (um 123 þúsund kr.)

„Burt­séð frá því sem teng­ist stjórn­mál­um, þá vil ég sem mann­eskja votta þeim samúð mína. Ef við horf­um fram á veg­inn og vilj­um sam­ein­ast í framtíðinni, þá verðum við að opna huga okk­ar,“ seg­ir Kim Hyun-hee.

Kim Jong-un verður þriðji ættliður­inn sem mun stjórna Norður-Kór­eu, sem er bæði ein­angrað og óút­reikn­an­legt ríki.

Marg­ir sér­fræðing­ar kalla und­an­far­in 20 ár í Norður-Kór­eu „Göng­una miklu aft­ur á bak.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert