Flugeldur sprakk í höndum drengs

Flugeldarnir eru hættulegir og ekkert barnameðfæri.
Flugeldarnir eru hættulegir og ekkert barnameðfæri. mbl.is

Tólf ára gamall drengur í Danmörku missti framan af vísifingri í dag þegar flugeldur sprakk í höndum hans. Pilturinn hafði kveikt á flugeldinum og hugðist stinga honum í póstkassa þegar vegfaranda dreif þar að.

Hann faldi þá flugeldinn fyrir aftan bak, en þá sprakk hann í höndum hans. Óhappið átti sér stað í bænum Ølsted á Norður-Sjálandi. Ekki er útilokað að hann hafi skaðast meira, en hann var þegar fluttur á sjúkrahús.

Á fréttavef Jyllands-Posten segir að lögregla kanni nú hvernig standi á því að barn á þessum aldri hafi verið með flugelda í fórum sínum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert