Fundu 320 kíló kókaíns

Kókaín. Mynd úr myndasafni.
Kókaín. Mynd úr myndasafni. Reuters

Lögreglan í Belgíu lagði hald á tæp 320 kíló af hreinu kókaíni í gær. Efnin voru falin innan um lakkefni, sem hafði verið sent frá Brasilíu. Talið er að söluvirði efnanna sé um 12 milljónir evra.

Kókaínið fannst um borð í skipi í borginni Antwerpen og var falið í 11 ferðatöskum. Ekkert bendir til þess að rekstaraðili skipsins hafi átt hlut að máli og er málið nú í rannsókn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert