Fundu 320 kíló kókaíns

Kókaín. Mynd úr myndasafni.
Kókaín. Mynd úr myndasafni. Reuters

Lög­regl­an í Belg­íu lagði hald á tæp 320 kíló af hreinu kókaíni í gær. Efn­in voru fal­in inn­an um lakk­efni, sem hafði verið sent frá Bras­il­íu. Talið er að sölu­v­irði efn­anna sé um 12 millj­ón­ir evra.

Kókaínið fannst um borð í skipi í borg­inni Antwerpen og var falið í 11 ferðatösk­um. Ekk­ert bend­ir til þess að rekst­araðili skips­ins hafi átt hlut að máli og er málið nú í rann­sókn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert