Lægri blóðþrýstingur vegna kirkjusóknar?

Kirkjan í Gufudalssveit. Úr myndasafni.
Kirkjan í Gufudalssveit. Úr myndasafni. mbl.is

Samkvæmt nýrri norskri rannsókn er blóðþrýstingur þeirra sem sækja reglulega kirkju alla jafna lægri en hjá þeim sem gera það ekki. Rannsóknin, sem gerð var á vegum Tækniháskólans í Þrándheimi, er sú fyrsta sinnar tegundar á Norðurlöndunum en niðurstöðurnar þykja í miklu samræmi við hliðstæðar rannsóknir í Bandaríkjunum.

Að sögn Torgeirs Sørensen, eins af rannsakendunum, varð niðurstaðan sú að kirkjusókn væri líklegasta skýringin á lágum blóðþrýstingi þeirra sem rannsakaðir voru eftir að fjölmargir aðrir mögulegir áhrifavaldar höfðu einnig verið skoðaðir samkvæmt fréttavefnum Thelocal.no.

Jostein Holmen, annar rannsakendanna, gerði þó þann fyrirvara við niðurstöðurnar að þrátt fyrir að greinileg tengsl væru á milli kirkjusóknar og lágs blóðþrýstings væri ekki hægt að fullyrða hvort kirkjusóknin væri afleiðing lágs blóðþrýstings eða öfugt. Sagði hann að frekari rannsóknir þyrfti til þess að staðfesta með hvaða hætti það væri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert