Merkel og Sarkozy funda 9. jan.

Merkel og Sarkozy hafa haft ólíka sýn á það hvaða …
Merkel og Sarkozy hafa haft ólíka sýn á það hvaða leið skuli fara til að leysa skuldakreppu evrusvæðisins. reuters

Þjóðarleiðtogar stærstu ríkja Evrópusambandsins, Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, munu funda í Berlín í Þýskalandi 9. janúar nk. til að undirbúnings fyrir næsta leiðtogafund ESB sem verður haldinn 30. janúar.

Þjóðarleiðtogarnir hafa verið í forgrunni baráttunnar við skuldavanda evrusvæðisins og hafa síðustu mánuðina hist reglulega fyrir leiðtogafundi sambandsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert