Segir 99% líkur á að evran lifi ekki

Reuters

Nær ör­uggt er að evru­svæðið liðist í sund­ur inn­an næstu tíu ára að mati bresku hug­veit­unn­ar Centre for Economics and Bus­iness Rese­arch (CEBR). Þá tel­ur hug­veit­an að lík­legt sé að bæði Grikk­land og Ítal­ía eigi eft­ir að yf­ir­gefa svæðið á þessu ári.

„Það virðist nú sem 2012 verði árið sem evr­an fer að liðast í sund­ur,“ seg­ir í skýrslu sem CEBR hef­ur sent frá sér um málið sam­kvæmt frétta­vef breska dag­blaðsins Daily Tel­egraph.

„Það hef­ur komið bet­ur í ljós á nýliðnu ári að það er í raun póli­tískt út­lokað að ná þeirri niður­stöðu sem nauðsyn­legt er að ná til þess að evr­an geti lifað af,“ seg­ir Douglas McWilliams, fram­kvæmda­stjóri CEBR.

Hann seg­ir að til þess að evr­an geti lifað af til lengri tíma litið verði ríki evru­svæðis­ins að vera nægj­an­lega sam­keppn­is­hæf með til­liti til hag­vaxt­ar þannig að þau geti greitt af skuld­um sín­um.

Skort­ur á hag­vexti sé lík­leg­ast­ur til þess að leiða að lok­um til þess að evr­an liðist í sund­ur að sögn McWilliams sem seg­ir að nú sé nán­ast ör­uggt að það ger­ist.

Frétt Daily Tel­egraph

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert